Sumargjöf frá Umhyggju

Viltu fallega sumargjöf?

Sumarið er að koma, af því tilefni viljum við færa öllum börnum á Íslandi fallegt lag og litla sögu að gjöf. Lagið er í spilara hér á síðunni og sagan um fílinn Fransisku og músina Matthías verður send þeim sem skrá sig hér að neðan. Lagið og sagan minna á vonina sem býr í öllum börnum.

Tíu heppnar fjölskyldur sem sækja söguna fá að leika sér í Minigarðinum (gjafabréf að upphæð kr. 10.000).


  Sólarlag Umhyggju

  Markmiðið með sumargjöfinni er að gleðja börn og auka skilning á aðstæðum langveikra barna. Gjöfin er sett saman af Styrktarsjóði Umhyggju – félags langveikra barna sem vinnur að bættum hag barna með langvinn veikindi og fjölskyldna þeirra. 
   
  Lag og texta Sólarlags Umhyggju samdi Ólafur Haukur Símonarson, útsetning og upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar en Kristján Kristjánsson (KK) syngur lagið ásamt barnakór. 
   
  Njótið vel og gleðilegt sumar!